El Holgazán 2020

Bodegas Marta Maté er vínhús í Ribera del Duero á Spáni sem þau Marta Castrillo og Cesar Maté stofnuðu árið 2008. Þau voru ekki alveg ókunn víngerð því að áður höfðu þau vakið athygli fyrir einnar ekru vínið Primordium sem einungis var framleitt í mjög litlu magni (um þrjú þúsund flöskur árlega). Ekrur Marta Maté eru nyrst í héraðinu í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli og áhersla þeirra Mörtu og Cesars er á sem náttúrulegasta ræktun og lágmarks inngrip í vínræktinni.

El Holgazán er gert úr handtíndum Tinto Fino (eins og Tempranillo-þrúgan er nefnd í Ribera. Þetta er ungt vín og ávaxtadrifið, hefur legið um sjö mánuði á 300 lítra eikartunnum eftir víngerjunina, en það þykir ekki langur tími á þessum slóðum. Vínið er dimmrautt með smá bláma, bjartur sætur og þægilegur, léttkryddaður ávöxtur, hindber, kirsuber, það vottar vissulega aðeins fyrir eikinni með mildri vanillu í bland við ávöxtinn. Þurrt og ferskt.

80%

2.906 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.