Zuccardi Q Chardonnay 2021

Alberto Zuccardi var fyrstur til að hefja vínrækt í Maipú í Mendoza og fjölskyldan er einnig meðal frumkvöðlana í Uco. Barnabarnið Sebastian er nú við stjórnvölinn og áherslan er enn á að finna einstakar ekrur sem draga fram einkenni viðkomandi svæða. Q-línan frá vínhúsinu var sú fyrsta sem gerð var undir nafni fjölskyldunnar og nafnið er dregið af því að í upphafi voru skikar á vínekrum sem þóttu bera af merktir með skilti sem á stóð Q til að auðkenna að þar væru gæðin (Quality) hæst. Við höfum áður fjallað um Malbec-vínið í línunni og hér er komið hvítvín úr Chardonnay-þrúgum, ræktuðum í norðurhluta Uco.

Fölgult með ljósum, suðrænum ávexti, ferskjur, gul epli og sítrubörkur, blóm, mildir eikartónar. Ágætlega þykkt, svolítið smjörkennt, en hefur þægilegan léttleika. Langt með ferskri og flottri sýru.

90%

3.577 krónur. Frábær kaup. Með bleikju eða laxi.

  • 9
Deila.