Patrizi Barolo 2018

Þetta Barolo-vín frá Cantine Manfredi, sem er fjölskylduvíngerð í Langhe í Piedmont er eins og öll Barolo gert úr Nebbiolo-þrúgnni. Þetta Barolo-vín sýnir töluverðan þroska í lit og nefi miðað við aldur. Liturinn er að nálgast rauðbrúnt og nefið einkennist af kryddum, reyktu kjöti, leðri, þurrkuðum sætum berjaávexti. Í munni ágætlega þétt, enn nokkuð stíf tannín, líkt og oft er einkennandi fyrir Nebbiolo. Þetta er ekki vín til að geyma lengi en það hefur töluverðan þokka núna.

80%

6.998 krónur. Reynið með t.d. villisvepparisotto. Jafnvel mildri villibráð s.s. gæs.

  • 8
Deila.