Rosae Arzuaga 2022

Það er ekki oft sem við rekumst á rósavín frá Ribera del Duero og því spennandi að smakka Rosae sem er rósavín úr smiðju Bodegas Arzuaga. Rétt eins og rauðvínin er þetta hreint Tinta Fino (Tempranillo) gert úr þrúgum sem eru handtíndar á fyrstu dögum uppskerunnar.

Það er mjög fölbleikt, liturinn tær og ljós. Nefið er ferskt, hindber, rifsber og blómaangan. Ferskt í munni, fínlegt en með festu og fína fyllingu. Flott matarrósavín.

80%

3.399 krónur. Frábær kaup. Þetta er hörkufínt rósavín frá Ribera - ekta sumarlegt matarvín fyrir t.d. grillaðan lax eða kjúkling.

  • 8
Deila.