Hákon Már með „pop-up“ á Holti um aðventuna

Annað árið í röð verður matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson með „pop-up“ matseðil á Hótel Holti á aðventunni. Einungis eru níu kvöld í boði og er fyrsta kvöldið 30. nóvember en það síðasta 16. desember. Matseðillinn er 6 rétta og boðið er upp á sérstaka vínpörun með. Hægt er að bóka borð á Dineout með því að smella hér.

„Mig langar að bjóða uppá fjölrétta hátíðarmatseðil með réttum sem ég
hef búið til fyrir gesti að njóta í aðraganda jóla. Ég hef valið úrvalsgott
hráefni. Svo er matreiðslan, brögðin og framsetningin trú mér og í mínum
anda á þessum árstíma. Auk þess, þá er þetta hugsað sem kvöld fyrir
matar og vín upplifun.“ Segir Hákon sem hefur í gegnum árin unnið til
verðlauna fyrir hæfileika sína í eldhúsinu jafnt hér heima sem og erlendis.
Þá er helst að nefna Bocuse d´Or bronsverðlaun á sínum tíma m.a.
Líkt og í fyrra verður Þorri Hringsson listmálari innan handar með vali á
léttvínum til að para viðeigandi vín með öllum réttum matseðilsins. Þorri
hefur áralangt fjallað um vín og er einn okkar fremsti vínsérfræðingur.
Hann heldur úti vínsíðunni Víngarðurinn á Facebook.

Deila.