Montequius Naturelovers Brut

Cavas Montesquis er um aldargamalt vínhús í þorpinu Sant Sadurní d’Anoia í Katalóníu sem er þekktast fyrir cava-freyðivínin sín. Freyðivínið Naturelovers er gert með hefðbundinni aðferð þar sem kolsýrugerjunin á sér stað í flöskunni. Vínið er blanda úr klassísku cava-þrúgunum, Xarello (50%), Parellada og Macabeo. Það er fölgult, freyðingin er mjög mild og þægileg, nefið þurrt, ger, brioche og gul epli. Áferðin öll er mild og mjúk, farið sýna þroska. Fágað og fínt Cava.

80%

2.956 krónur. Mjög góð kaup. Fágað og milt cava.

  • 8
Deila.