Gruner Veltliner er yndisleg austurrísk þrúga sem við sjáum því miður allt of sjaldan. Pfaffl er með betri vínhúsum austurríska víngerðarhéraðsins Weinviertel skammt frá Vín og „vom Haus“-línunni er ætlað að vera hagstæð „hversdagsvín“. Þetta er afskaplega aðgengilegt og sjarmerandi hvítvín, liturinn ljós, fölgrænn, svolítið suðrænn ávöxtur, límóna og kivi, skarpt og piprað í munni,
80%
2.699 krónur. Frábær kaup. Sjarmerandi hvítvín fyrir flest tækifæri.
-
8