Marques de Casa Concha Chardonnay 2021

Casa Concha-línan frá Concha y Toro endurspeglar vel einkenni tiltekinna víngerðarsvæða Chile en í tilviki Chardonnay var ákveðið að sækja ávöxtinn til Límari, einu nyrsta víngerðarsvæði landsins. Á suðurhvelinu þýðir norður auðvitað það sama og suður hjá okkur, það er eftir því sem við færumst norðar á suðurhvelinu færumst við nær miðbaug. Hinir köldu straumar Kyrrahafsins ná hins vegar að templa loftslagið í Límari og tryggja kjöraðstæður fyrir fersk og fókuseruð hvítvín. Vínið er ljósgult á lit, í angan epli og sítrus í bland við hitabeltisávexti, mangó, melónur. Eikin er mild, hófstillt, meira svona þægileg bakgrunnsmúsík sem setur tóninn en yfirtekur ekki sviðið. Ágætis fylling og dýpt, ferskt og þægilegt.

80%

3.499 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.