Francois Martenot Bourgogne Blanc 2021

Francois Martenot er aldargamalt „negociant“-vínhús í Beaune í Búrgund sem eðli málsins samkvæmt sérhæfir sig í vínum héraðsins. Bourgogne Blanc er auðvitað Chardonnay eins og önnur hvítvín héraðsins og það má kannski segja um þetta vín að það er kannski meira „chardonnay“ en Búrgund, það er alþjóðlegt í stílnum. Fagurgult með suðrænum, sætum og seiðandi ávexti í nefi, sítrus, ferskjur, melónur, mjúkt, aðgengilegt og þægilegt.

70%

3.399 krónur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.