Montesquius Brut Nature 2018

Montesquius er eitt af vínhúsum Santacana-fjölskyldunnar í Pénedes, það er með langa sögu, stofnað 1918 í þorpinu Sant Saturní d’Anoia. Það hefur alla tíð sérhæft sig í framleiðslu á cava-freyðivínum héraðsins og er eitt af þeim vínhúsum sem mest upp úr að halda í hefðir við framleiðsluna og virðingu fyrir náttúrunni. Brut Nature er eins og nafnið gefur til kynna extra-þurrt freyðivín, það er nær sykurlaust. Liturinn gullinn, freyðing þétt og í nefinu brioche, ristaðar hnetur, sítrus, sýrumikið, þurrt og ferskt. Hörkufínt Cava.

80%

2.885 krónur. Frábær kaup. Elegant og flottur fordrykkur.

  • 8
Deila.