Áster 2020

Það var undir lok síðust aldar sem að La Rioja Alta, eitt rótgrónasta vínfyrirtæki Rioja-héraðsins, fór að leita fyrir sér með ekrur í Ribera del Duero. Áster er Crianza-vín en ekki láta það villa sýn, þetta er alveg fullorðins vín. Dimmrautt út í fjólublátt í litnum sem er þykkur og djúpur. Ávöxturinn í nefi er dökkur, bláberjasafi og krækiber, plómur, feitur og þykkur., frönsk eikin bætir við vanillu og tannin semeru kröftug, góður ferskleiki út í gegn sem gerir vínið sprækt og líflegt. Vínið hefur góða lengd, það er þurrt og míneralískt í lokin.

90%

3.999 krónur. Frábær kaup. Þetta er vín fyrir rautt kjöt, fullkomið með ribeye eða Tomahawk.

  • 9
Deila.