Luca G-Lot Chardonnay 2020

Laura Catena er eins og nafnið kemur til kynna hluti af þekktustu vínfjölskyldu Argentínu. Hún tók hins vegar ákvörðun um að helga sig læknavísindunum en ekki víngerðinni og hélt til Bandaríkjanna til náms við Stanford og Harvard. Enginn veit hins vegar ævi sína fyrr en öll er og eftir heimsókn til heimaslóðanna þar sem hún heillaðist af gömlum ekrum í Uco-dalnum ákvað hún að stofna vínhúsið Luca, sem nefnt er eftir elsta syni hennar.

G-Lot Chardonnay kemur úr þrúgum frá svæðunum Uco, Guantallary og Tupungato sem öll eru hátt uppi við hlíðar Andesfjalla. Raunar hafði Chardonnay aldrei verið gróðursett jafnt hátt yfir sjávarmáli í Mendoza þegar að Laura fór að setja niður vínvið á þessum ekrum í rúmlega 1500 metra hæð. Afrakturinn er magnaður og flottur Chardonnay, liturinn er gulur og djúpur, þurrkaður ávöxtur í nefinu, ferskjur, límóna, sítrusbörkur, vanilla og saffran, smá reykur. Í munni afskaplega mjúkt, smjörkennt, ávöxturinn þéttur, ferskur, mild selta í lokin.

90%

4.610 krónur. Frábær kaup. Með humar. Með kalkún.

  • 9
Deila.