Vina Ardanza Reserva 2016

Vina Ardanza er eitt af toppvínum vínhússins La Rioja Alta og eitthvert besta Reserva-vín héraðsins. 2016 var frábær árgangur í Rioja, sumarið einkenndist af miklum hitum og þurrkum en engu að síður hafa vínin flotta sýra og ferskleika. Vínið sýnir byrjandi þroska í lit og nefi, þarna má finna þennan yndislega, kryddaða sætleika sem einkennir góð Rioja-vín sem eru komin af allra yngsta skeiðinu, sætur, rauður berjaávöxtur, kryddað, negull, balsamtónar, viður, reykur, silkimjúkt og þétt. Elegant og yndislegt.

100%

5.199 krónur. Frábær kaup. Með bragðmikilli nautasteik. Með önd.

  • 10
Deila.