Vietti Barolo Castiglione 2018

2018 árgangurinn frá Barolo er nokkuð ólíkur árunum á undan, aðgengilegri og þokkafyllri, ekki eins hrjúfur í viðkynninginu á meðan vínin eru ung og t.d. 2015 og 2016 (stórkostlegir árgangar, en þurfa smá tíma). Vietti á ekrur víða í Barolo og auk þess að framleiða mögnuð einnar ekru vín sendir það einnig frá vín þar sem notaðar eru þrúgur af nokkrum svæðum. Ravera er yfirleitt áberandi í Castiglione-blöndunni en þarna eru líka Ginestro og Briccolina. Þetta er stílhreinn og flottur Barolo, fókuseraður dimmrauður ávöxtur, blómlegt og míneralískt. Þétt og sprækt í munni, lakkrís springur út með ávextinum, ferskt og langt. Yndislegt vín í dag en má vel geyma í þó nokkur ár.

100%

8.499 krónur. Frábær kaup. Virkilega aðgengilegur og flottur Barolo. Leyfið víninu að opna sig í nokkra klukkutíma og berið fram með t.d. önd eða villigæs.

  • 10
Deila.