Anna de Codorniu Brut

Anna de Codorniu sem þetta Cava-freyðivín er kennt við var uppi á sautjándu öld og sú síðasta sem bar fjölskyldunafnið Codorniu. Hún giftist inn í aðra víngerðarfjölskyldu, Raventos árið 1659. Vínið er Brut það er mjög þurrt og þetta var líka fyrsta Cava-vínið sem að bætti Chardonnay inn í blönduna við hlið katalónsku þrúganna, Parellada, Xarello og Macabeo. Þetta er yndislegt freyðivín, fallega fölgult, þéttar og fína bólur, þykk, smjörkennd angan, sítrus og sítrusbörkur, þroskuð gul epli og kex. Þægilegt og langt í munni, þurrt og ferskt.

90%

2.799 krónur. Frábær kaup, svakalega fínt freyðivín fyrir þennan pening.

  • 9
Deila.