Domaine Zinck Riesling 2022

Domaine Zinck er lítið fjölskyldurekið vínhús í Alsace í norðausturhluta Frakklands, staðsett milli þorpanna Eguisheim og Gueberschwihr. Philippe Zinck, sem er af fjórðu kynslóðinni, vinnur nú að víngerðinni sem hefur verið með lífræna og bíódínamíska vottun frá árinu 2021. Alls á fjölskyldan um fjórtán hektara þar á meðal nokkuð af Grand Cru-ekrum. Grunnlínan frá Zinck nefnist Portrait og hér smökkuðum við 2022-vínið í þeirri línu. Það er ljósgullið á lit, nefið sítrusmikið, sítrónubörkur, þurrkuð sítróna og græn epli, Þykkt, þurrt, míneralískt með ferskri, þéttri sýru. Elegant og flott matarvín.

90%

3.582 krónur. Hörkufínt vín fyrir peninginn, fínt með mildum ostum, bleikju og skelfisk. Reynið með sushi.

  • 9
Deila.