Þrír armar Rothschild-fjölskyldunnar, sem eiga þrjú frábær chateau í Bordeaux, húsin Lafite, Mouton og Clarke tóku höndum saman fyrir einum og hálfum áratug við framleiðslu á kampavíni undir merkjum Barons de Rothschild. Var þetta í fyrsta skipti sem að þessir þrír angar fjölskyldunnar áttu með sér samvinnu í víngerð. Fyrsta skrefið var að festa kaup á kampavínshúsinu Maison Prieur í Vertus og framleiða undir merkjum Barons de Rothschild. Smám saman hafa Rothschildarnir verið að bæta við ekrum og kaupa einnig inn þrúgur frá vínbændum og í dag nemur framleiðslan um hálfri milljón flaskna árlega, sem er ótrúlegur árangur á rúmum árangur.
Extra Brut er eins og nafnið gefur til kynna extra þurrt kampavín með innan við þremur grömmum af sykri per lítra. Chardonnay er ríkjandi í blöndunni (60%) líkt og í flestum kampavínum hússins og vínið er geymt í á fjórða ár á flösku áður en það fer á markað. Vínið freyðir þétt og vel, það nokkur þurrkaður ávöxtur í nefinu, ferskjur, perur, ristaðar möndlur, það hefur gott bit í munni, þurrt og míneralískt.
10.282 krónur. Góð kaup. Fágað og fínlegt kampavín.
-
8