Bodegas Marques del Silvo er gamalgróið vínhúsið í Rioja, ekki svo langt frá héraðshöfuðborginni Logrono. Vínhúsið á eina 150 hektara af vínekrum þar sem vínviðurinn er ræktaður með sjálfbærum og lífrænum hætti. Vínið er látið liggja í 30 mánuði í blöndu af amerískri og franskri eik og síðan í um ár á flösku áður en það fer á markað.
Reserva-vínið frá Silvo Vínið er dimmrautt, út í fjólublátt með krydduðum rauðum ávexti í nefinu. Sultuð rifsber og þroskuð kirsuber, dökkristaðar kaffibaunir, súkkulaði ágætlega ferskt í munni, kryddað, pipar og lakkrís. mjúk og þægileg tannín, hið prýðilegasta matarvín.
80%
2.789 krónur. Mjög góð kaup.
-
8