Það virðist stundum vera endalaus uppsprettan af afbragðsgóðum Rioja-vínum og líklega fá héruð sem bjóða upp á betra hlutfall verðs og gæða sem stendur. Bodegas Heras Cordon er nýleg viðbót í vínbúðunum,
Þrúgurnar í vínið eru ræktaðar á tveimur svæðum Rioja, Alta og Alavesa. Tempranillo er 90% blöndunnar en restinni skipta Graciano og Mazuelo á milli sín til helminga. Liturinn er dökkur, djúpur og vínið sömuleiðis. Sólber og bláber, ólífur, dökkristaðar kaffibaunir og súkkulaði, þurrkaðar kryddjurtir í nefinu, strúktúrerað og hnarreist í munni, þétt sýra og tannín. Töluvert míneralískt í munni. Engin þreytumerki á þessu átta ára víni, það á nokkur mjög góð ár fyrir höndum. Frekar að það þurfi tíma til að opna sig.
3.928 krónur. Frábær kaup.
-
9