Einstök ferð til Georgíu í haust

Það er einstakt tækifæri í boði fyrir vínáhugafólk í haust en þá skipuleggur ferðaskrifstofan Trans-Atlantic skipulagða hópferð til Georgíu fyrir vínáhugafólk í samvinnu við Georgíuvín. Lesendum Vínóteksins býðst 10% afsláttur í ferðina ef bókað er fyrir 10. Júlí.

Georgía er þekkt sem vagga vínmenningar í heiminum en víngerð mannkynsins hófst þar fyrir rúmlega 8000 árum. Víngerðin og hefðirnar sem hafa skapast vegna hennar eru meðal dýrmætustu menningardjásna og eru georgísk kerjavín og víngerð viðurkennd af UNESCO sem ein af merkustu menningarverðmætum mannkyns. Orðið „vín“ kemur úr georgísku máli og hvergi í veröldinni eiga fleiri vínþrúgur uppruna sinn. Í dag er sagt um georgísk vín að þau séu rísandi stjarna í heimi víngerðar svo það kemur ekki á óvart að heimsóknir ferðalanga henni tengdri verði sífellt vinsælli.

Í þessari einstöku ferð verða öll mikilvægustu víngerðarsvæði Georgíu heimsótt í fylgd sérfræðings í georgískum vínum, þátttakendur fræðast um víngerðarsöguna, hefðir og aðferðir auk þess að smakka fjölbreytt og spennandi úrval vína. Einnig gefst tækifæri til að kynnast einstakri matarmenningu landsins þar sem austur, vestur, suður og norður mætast á miðri Silkileiðinni með tilheyrandi fjölbreyttum menningaráhrifum.

Ferðir, hótel, vínsmökkun og fjöldi máltíða auk viðburða er innifalið í þessari einstöku ferð.

Nánari upplýsingar um ferðina má finna með því að smella hér.

Deila.