Pan Catalan þýðir katalónskt brauð og er í sjálfu sér mjög einfaldur réttur en byggir á því að nota hágæða hráefni. Bestu olíuna, vel þroskaða tómata og góðan hvítlauk.
Það er merkilegt við íslenska saltfiskinn að hann á alveg einstaklega vel við spænsk rauðvín. Sem er heppilegt því engir kunna að elda saltfisk betur en Spánverjar. Það er því við hæfi að fyrsta uppskriftin í þessum nýja greinarflokki, Eldað með Faustino, skuli vera saltfisksuppskrift.