Einhver vinsælasta pastasósa Ítalíu er án efa pesto , sem á rætur sínar að rekja til Lígúría-héraðs og er stundum kennd við hafnarborgina Genúa, eða pesto genovese. Líkt og svo margar aðrar gersemar ítalska eldhússins er pestó afskaplega einfaldur réttur og á færi flestra að búa til ljúffenga pestó- sósu.
Nafnið „gnocchi“ er í raun samheiti á ítölsku yfir bollur af ýmsu tagi sem búnar eru til úr hveiti eða öðru sterkjuríku hráefni og síðan soðnar eða bakaðar. Stundum er uppistaðan spínat og ricotta-ostur (sá réttur er oft kallaður malafatta), í kringum Róm er semolina-gnocchi algengt en þekktast er líklega kartöflu- gnocchi.
Þegar spáð er í tískustrauma og stefnur í alþjóðlegri matargerð verður ekki litið framhjá þeim gífurlegu áhrifum sem ítölsk matargerð hefur haft á kokka um allan heim á síðustu árum. Ítölsk hráefni skjóta víða upp kollinum (má nefna balsamedik og sólþurrkaða tómata) og sígildir ítalskir réttir hafa verið teknir og aðlagaðir á ýmsa vegu. Einn þeirra rétta er hvað mestra vinsælda hafa notið á síðustu árum er risotto.
Hinn eini sanni Parmesan-ostur á lítið sameiginlegt með þeirri óspennandi iðnaðarvöru sem seld er í duftformi í staukum og dollum í kæliborðum verslana. Parmigiano er framleiddur í stórum hleifum er vega tugi kílóa þótt yfirleitt sé hann seldur niðurskorinn í smærri sneiðar, neytendum til hægðarauka. Parmigiano kostar sitt en hann er þess virði enda getur hann einn og óstuddur lyft máltíð upp á annað og hærra plan.
Ólívur eru til margs nytsamlegar og eitthvað það besta sem hægt er að gera úr þeim er tapenade eða ólívumauk. Tapenade er mauk sem á ættir að rekja til Provence í Suður- Frakklandi og er þar gjarnan borið fram með brauði fyrir mat ásamt grænmeti. Er tapenade stundum kallað „kavíar Provence“. Ólívumauk er einnig vinsælt á Ítalíu og gengur þá t.d. undir nöfnunum Polpa di Olive eða Pasta di Olive .
Allir þeir sem einhvern tímann á ævinni hafa borðað spagettí hafa eflaust snætt eitthvert afbrigði af þekktustu pastasósu allra tíma, bolognese -sósunni. Nafnið er dregið af borginni Bologna og merki í raun „að hætti“ Bologna- búa. Pastasósa þessi er hins vegar langt í frá bundin við Bologna og spaghetti einvörðungu. Afbrigði af henni má finna um alla Ítalíu en þar er hún alla jafna kölluð ragú og borin fram með margskonar pasta-tegundum.
Kúskús eða couscous, litlir hnoðrar úr möluðu semolina-hveiti, er stundum kallað “pasta Mið-Austurlanda”. Það er til af margvíslegum stærðum og gerðum og er mismunandi eftir upprunalandinu