Bistro Geysir
Franska hugtakið bistro er allajafna notað yfir veitingahús sem bjóða fram einfaldan og heimilislegan mat sem er fljótur að koma á borðið og kostar ekkert sérstaklega mikið. Dæmigert Parísar-bistro býður þannig upp á nautasteik með frönskum, salat með vinaigrettu, hana í víni og annað í þeim dúr.