Leitarorð: kalkúnn

Uppskriftir

Kalkúnar eru stórir og miklir fuglar og það er fyrst og fremst stærðin sem gerir að verkum að það er eilítil fyrirhöfn að elda þá. Fyrirhöfnin felst hins vegar fyrst og fremst í því að eldunartíminn er langur en ekki að það sé neitt sérstaklega flókið að elda fuglinn.

Uppskriftir

Það er fátt flottara á veisluborðið á gamlárskvöld en stór kalkúnn með haug af góðri fyllingu og öðru fjölbreyttu meðlæti. Þessa uppskrift fengum við frá Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa sem hefur haldið í þá hefð allt frá námsárum sínum í Seattle í Bandaríkjunum að elda kalkún á þakkargjörðardaginn í nóvember ásamt góðum vinum.