Það er hægt að nota nokkrar útgáfur af nautasteik með þessari uppskrift, t.d. Ribeye, lund eða T-bone enda er það meðlætið sem er í aðalhlutverki hér ekki síst sósan sem kemur frá Piemont á Norður-Ítalíu en þar er hún kölluð Bagnet Ross.
Þrátt fyrir að margir tengi ratatouille við Disney-kvikmyn í seinni tíð er engin ástæða til að gleyma hinum suður-franska grænmetisrétti sem sögupersóna myndarinnar er nefnd eftir.