Þetta eru ekta heimatilbúnir amerískir hamborgarar sem eru tilvaldir í grillveislur sumarsins. Best er auðvitað að hafa þá í heimatilbúnu hamborgarabrauði.
- 800 g nautahakk
- 1 mjög fínt saxaður laukur
- 1 dl brauðmylsna
- 1 egg
- 3 pressaðir hvítlauksgeirar
- 2 msk BBQ-sósa
- salt og pipar
Blandið saman í skál og mótið í 4-6 borgara
- 3 laukar, skornir í hringi
- 2-3 tómatar, skornir í sneiðar
- BBQ-sósa
- salatblöð
- ostur
- ólívuolía
Hitið olíu á pönnu og mýkið laukhringina á miðlungshita í um fimm mínútur þar til að þeir eru orðnir mjúkir og brúnir.
Grillið eða steikið borgarana. Setjið ost á þá.
Setjið hamborgarana saman með smá BBQ-sósu og sneið af tómat á brauðið og salatblað. Þá hamborgarann og loks skammt af lauknum. Lokið borgaranum.