Chapoutier Crozes-Hermitage Les Meysonniers 2009

Ekrurnar í Crozes-Hermitage eru á láglendingu fyrir neðan hina tignarlegu ekru Hermitage í Rhone í suðurhluta Frakklands og þó þau ná ekki sömu hæðum og Hermitage-vínin eru þetta alla jafna góð kaup ekki síst þegar um er að ræða vín frá toppframleiðanda á borð við Chapoutier.

Þetta er skothelt Rónarvín og skólabókardæmi um góðan Crozes, þéttur og þroskaður rauður og svartur berjaávöxtur, kirsuber, sólber, krækiber, svolítið kryddaður með reyk- og lakkrískeim. Þétt tannísk uppbygging, flott matarvín.

3.599 krónur.

Deila.