Baron de Ley Finca Monasterio 2010

Finca Monasterio frá Baron de Ley hefur lengi verið í uppáhaldi. Mikið vín og stórt, nútímalegt, alþjóðlegt en þó án þess að það fari nokkurn tímann á milli mála að þarna er Rioja á ferðinni.

Finca Monasterio 2010 er mjög dökkt á lit, dimmt, angan þung, eikuð, dökkur ávöxtur, plómur og svört kirsuber en líka úr eikinni reykur, kaffi og „créme brulée“, smá brenndan sykur í bland við vanillu. Þykkt, staðföst tannín og kröftug en mjúk. Umhellið gjarnan, það borgar sig. Vín fyrir stórar steikur.

3.998 krónur. Frábær kaup.

Deila.