L’Odyssée Sauvignon-Blanc Sémillon 2023

L’Odyssé er vín frá Saint-Cernin, vínhúsi Róberts Wessmann í suðvesturhluta Frakklands. Fyrstu vínin sem komu frá vínhúsinu voru kennd við Saint-Cernin en að undanförnu hafa stöðugt fleiri vín verið að bætast við s.s. L’Odyssey línan þar sem er að finna yngri og ódýrari vín en sjálf Saint-Cernin-vínin. Rétt eins og rauðvínið í línunni er þrúgublandan úr þrúgum sem við þekkjum frá Bordeaux, hér eru það Sauvignon Blanc og Sémillon. Ljósgult með mildri angan af ferskjum og sítrus og hvítum blómum. Létt sýra og mild, þægileg beiskja í munni.

80%

2.899 krónur. Góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með Casear-salati eða grillaðri bleikju.

  • 8
Deila.