Invivo X SJP Pinot Noir 2022

Nýsjálenska vínhúsið Invivo er líklega þekktast fyrir að framleiða vín í samvinnu við tvær þekktar sjónvarpsstjörnur, annars vegar Graham Norton og hins vegar Söru Jessicu Parker. Rauðvínið í línunni er nýsjálenskur Pinot Noir, nánar tiltekið frá Marlborough, þekktasta ræktunarsvæði Nýja-Sjálands. Þetta er léttur og þægilegur Pinot, mjög nýjaheimslegur. Vínið fagurrautt og í nefi sæt, þroskuð jarðarber og kirsuber, þarna er vottur af eik með pínkulítilli vanillu, þetta er ekki þungt vín, lipurt og silkimjúkt. Má vel bera fram aðeins kælt.

70%

3.899 krónur. Góð kaup. Með grilluðum kjúkling eða jafnvel grilluðum laxi.

  • 7
Deila.