
Nýsjálenska vínhúsið Invivo er líklega þekktast fyrir að framleiða vín í samvinnu við tvær þekktar sjónvarpsstjörnur, annars vegar Graham Norton og hins vegar Söru Jessicu Parker. Flest vínin eru nýsjálensk en rósavínið sem gert er undir merkjum Invivo X SJP er gert úr þrúgum frá Provence í Suður-Frakklandi, nánar tiltekið af skaganum við Saint-Tropez þar sem samstarf er við Vins Chevron Villette. Þetta er afskaplega aðgengilegt og snoturt Miðjarðarhafsrósavín úr Grenache og Cinsault, laxableikt með rauðri berjangan, hindberjum og jarðarberjum, blómum og sítrusberki. Mjúkt og ferskt í munni. Sumar á flösku.
80%
2.999 krónur. Frábær kaup. Tilvalið með léttum málsverði á sumarkvöldi, má bera fram með jafnt hvítu kjöti sem fiski.
-
8