Chateau Paradis Casseuil 2022

Vínhúsið Paradis Casseuil er staðsett á Entre-deux-Mers svæðinu í Bordeaux. Það er hluti af samstæðu Domaines Barons de Rothschild sem er Lafite-hluti Rothschild-ættarinnar. Vínræktin á Paradis Casseuil hefur verið vottuð sem lífræn og það eru þrjár af Bordeaux-þrúgunum notaðar í rauðvínið. Merlot er uppistaðan með þrjá fjórðu en síðan er fimmtungur af Cabernet Sauvignon og loks fimm prósent af Cabernet Franc.

Ávöxturinn í vínin og yfirbragðið er í dekkri kantinum, sólber og þroskuð kirsuber, kryddað, vottur af tóbakslaufum. Dökkt og kröftugt, ansi hreint fínt fyrir venjulegt „AOC Bordeaux“.

Þarf tíma til að sýna sig og opna, gefið víninu því góðan tíma og opnið nokkrum klukkustundum áður en bera á fram.

80%

3.825 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.