Vínhús Rivetto í Piedmont á Ítalíu er nú stjórnað af Enrico RIvetto, sem er fjórða kynslóð fjölskyldunnar sem sér um víngerðina. Hann var á Íslandi fyrir skömmu og má lesa viðtal við hann um vínin frá Rivetto með því að smella hér.
Nemes er eitt af vínum Rivetto úr þrúgunni Barbera. Dökkrautt, út í fjólublátt. Í nefi reykur og leður, skarpt, þurrt og ungt. Ávpxturinn dökkur og þurr, krækiber. Hefur góð sýru eins og títt er með Barbera, ekta matarvín, með t.d. góðu risotto.
3.490 krónur. Sérpöntun. Mjög góð kaup.