
The Chocolate Block er rauðvín frá vínhúsinu Boekenhoutskloof í Suður-Afríku og þrúgublandan er forvitnilegt sambland af þrúgum sem upprunnar eru í Bordeaux og Rhone í Frakklandi. Syrah er ríkjandi með 73% af blönunni en þarna má líka finna Grenache Noir, Cinsault, Cabernet Sauvignon og loks 1% af hinni hvítu Viognier (sem einmitt er stundum að finna í Cote-Rotie blöndunni ásamt Syrah). Stíllinn óneitanlega svolítið í ætt ið suðurhluta Rónar. Vínið er dimmrautt á lit og í nefinu er ávöxturinn þurrkaður og kryddaður, dökkur, kirsuber, plómur, það er piprað og þarna má einnig greina dökkt kakó. Eikin er vel samofin við ávöxtin, vínið breiðir úr sér í munni, míneralískt og seiðandi.
4.299 krónur. Frábær kaup og ánægjulegt að sjá að suður-afrísku vínin eru enn með sína flottu fulltrúa. Ekki spillir fyrir að vínið er núna 700 krónum ódýrara en þegar að við smökkuðum það síðast - fyrir átta árum. Vín fyrir grillaða nautasteik.
-
9