Þessar safaríku döðlur eru fylltar með gráðosti og chili og og síðan umvafnar spænskri Serrano-skinku. Þetta er tapas-réttur sem er tilvalið upphaf á góðri máltíð.
Pan Catalan þýðir katalónskt brauð og er í sjálfu sér mjög einfaldur réttur en byggir á því að nota hágæða hráefni. Bestu olíuna, vel þroskaða tómata og góðan hvítlauk.