Vín vikunnar

Fímm nýjir víndómar hafa bæst við í vikunni og að venju er þetta svolítið bland í poka. Fyrst ber að nefna tvö rauðvín frá framleiðandanum Concha y Toro í Chile úr hinni vinsælu Casillero del Diablo-línu. Það er alltaf ánægjulegt að sjá að hægt er að gera vel frambærileg vín ef menn vanda sig þótt þau séu framleidd í það miklu magni að hægt er að nálgast þau í stórmörkuðum um allan heim. Vínin Casillero del Diablo Merlot 2008 og Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon 2008 stóðu sig bara vel, ekki síst ef tekið er tillit til verðs.

Ég er einlægur aðdáandi austurrískrar víngerðar og því ánægjulegt að geta fjallað um vín úr þrúgunni St. Laurent. Vínið Weingut Fischer St. Laurent 2007 er mjög athyglisvert en þessi þrúga minnir um margt á Pinot Noir.

Hvítvínið Jacob’s Creek Three Vines 2008 er ávaxtaríkt hvítvín frá Ástralíu og Leonardo Rosso Toscana virkilega frambærilegt kassavín frá Toskana á Ítalíu.

Smellið á nafn vínanna til að lesa nánar. Alla víndóma er svo hægt að sjá með því að smella hér.

Deila.