Kálfasnitsel með myrkilsveppum að hætti Franche-Comté

Kálfur, Gruyére, skinka og myrkilsveppir koma oft við sögu í matargerð franska héraðsins Franche-Comté austur af Búrgundarhéraðinu. Þessi uppskrift er fyrir fjóra en það getur verið skynsamlegt að bæta við fleiri snitselsneiðum ef þær eru mjög litlar.

4 stk kálfasnitsel

4 sneiðar ítalskri skinku

4 sneiðar Gruyére-ostur (fæst í betri ostaborðum, t.d. Hagkaup Kringlunni og Búrinu)

30 g þurrkaður myrkilsveppur

2 dl hvítvín

1 dós sýrður rjómi 18%

1 laukur, saxaður

1 gulrót, söxuð í teninga

1 skalottulaukur, saxaður

1 kryddvöndur (timjan, steinselja, lárviðarlauf)

smjör

salt og pipar

Bleytið upp sveppina samkvæmt leiðbeiningum. Passið upp á skola vel af þeim, það geta leynst sandkorn á þeim.

Setjið skinskusneið og Gruyére ofan á hverja snitselsneið. Rúllið þeim upp og lokið með tannstöngli.

Steikið fínsaxaðan laukin og gulrótina í smjöri í potti. Bætið snitselrúllunum við og steikið í smjörinu. Hellið víninu út í , bætið við kryddvendinum og leyfið að malla undir loki á vægum hita í um 20 mínútur.

Á meðan fínsaxið þið skalottulaukin og smjörsteikið á annarri pönnu. Skerið sveppina í tvennt og bætið þeim út í pönnuna með lauknum. Bætið við vatninu sem sveppirnir hafa verið bleyttir upp í en passið upp á að hella engum sandi með. Látið malla í um 20 mínútur.

Takið nú snitselrúllurnar upp úr pottinum og haldið þeim heitum. Bætið sveppunum út í pottinn og síðan sýrða rjómanum. Sjóðið þar sem sósan er orðin þykk og fín. Smakkið og kryddið með salti og pipar eftir þörfum.

Berið fram með Rösti-kartöflum og grænu salati.

Vínið með þarf að að vera franskt og fínt. Rónarvín á borð við Perrin & Fils Cotes-du-Rhone-Villages eða Laforet Pinot Noir.

 

Deila.