Spænskur kjúklingur

Þessi spænska kjúklingauppskrift er bragðmikil og chorizo-pylsurnar eru lykilatriði auk þess að gefa sér góðan tíma við eldun til að ná öllum brögðunum saman.

Innihald

  • 1 kjúklingur, bútaður í átta bita
  • 2 laukar, grófsaxaðir
  • 2 mislitar paprikur, grófsaxaðar
  • 1 dós tómatar
  • 5 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 poki spínat
  • 1  ca 100 g pakkning Chorizo-pylsur í sneiðum (skerið sneiðarnar í minni bita)
  • 2 dl rauðvín
  • 1 dl ólívuolía auk 3 msk til steikingar
  • 1 msk paprikukrydd
  • 1 tsk chiliflögur
  • 1 tsk kóríanderkrydd
  • salt og pipar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Blandið öllu nema kjúklingnum, lauknum og hvítlauknum saman í stórri skál. Setjið blönduna í fat og inn í ofninn í 30 mínútur.
  3. Hitið olíu á pönnu. Bútið kjúklinginn niður. Steikið á pönnu þar til hann hefur tekið á sig lit. Saltið og piprið. Bætið söxuðum lauknum og hvítlauknum út á og steikið áfram þar til laukurinn er orðinn mjúkur og farinn að brúnast.
  4. Takið grænmetisblönduna úr ofninum og bætið út á pönnuna. Látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan farin að þykkna.

Berið fram með hrísgrjónum.

Deila.