Alþjóðlegi Malbec-dagurinn

Samtökin Wines of Argentina, sem hafa að markmiði að kynna argentínsk vín á alþjóðavettvangi, hafa ákveðið að dagurinn 17. apríl skuli héðan í frá vera Alþjóðlegi Malbec-dagurinn. Þann dag ár hvert hyggjast Argentínumenn vekja athygli á þessari þrúgu víða um heim.

Malbec er upprunalega frönsk og töluvert ræktuð í suðvesturhluta landsins, m.a. í Bordeaux og Cahors. Í Argentínu hefur hún náð mikilli útbreiðslu og er meginþrúgan í argentínskri vínrækt.  

Deila.