Þetta er fljótleg og góð fiskisúpa sem er tilvalin þegar elda þarf handa mörgum í einu, til dæmis fyrir saumaklúbbinn eða fullorðna fólkinu í barnaafmælinu.
- Blandað sjávarfang, t.d. skötuselur, rækjur og humar
- 2 skalottulaukar
- 2 gulrætur
- 1 sellerístöngull
- 1 rauð paprika
- 1 msk ólívuolía
- 5 dl kjúklingasoð
- 5 dl rjómi/matreiðslurjómi
- 1 dós Hunt’s spagettísósa – Roasted garlic and onion
- 2 msk púðursykur
- 1 msk basilolía
- 1/2 tsk cayenne pipar
- 1 tsk basilikum
- salt
Fínsaxið skalottulaukana. Skerið gulrætur, sellerí og papriku í litla teninga. Hitið olíu í potti og mýkið laukinn ásamt grænmetinu.
Bætið kjúklingasoðinu og rjómanum í pottinn og látið malla á vægum hita í 15 mínútur. Bætið þá spagettísósunni og púðursykrinum saman við og látið suðuna koma upp. Bragðið til með Cayennepipar og salti. Setjið basilikum og basilolíu út í rétt áður en hún er borin fram.
Góð með nýbökuðu brauði.