Beefeater 24 kynnt á Borginni

Nýtt „super premium“ gin frá Beefeater var kynnt hér á landi með viðhöfn á Hótel Borg á dögunum. Annað kvöldið var blaðamönnum boðið til kynningar á gininu, sem ber heitið Beefeaeater 24. Boðið var upp á klassíska gin kokteilinn “Clover Club” en síðan tók Morten Schonning brand ambassador hjá Pernod Ricard við keflinu og stýrði fræðslu og smökkun á Beefeater.

Bæði var smakkað á hefðbundum Beefeater sem og hinu nýja super premium gini Beefeater 24. Þetta er nútímalegt gin þar sem börkur af greipávexti og japanskt og kínverskt grænt te er notað sem bragðefni auk hinn hefðbundnu krydda sem eru m.a. einiber, kóríander og lakkrís.

Eftir fróðleik og smakk kynnti Egill matreislumeistari á Borginni matinn. Hann hafði fengið það verkefni að útbúa fingramat upp úr grunnhráefnum Beefeater.

Síðara kvöldið var var barþjónum og veitingamönnum boðið í Beefeaterveislu sem hófst með fyrirlestri og smakki.

Síðan stjórnaði Morten Schonning kokteila keppni þar sem gestum var skipt í hópa og kepptu hóparnir í að búa til nýjan drykk úr Beefeater og fyrirfram ákveðinni hráefniskörfu.

Sigurkokteillinn kom skemmtilega á óvart og var uppistaðan Beefeater gin, ferskur sítrónusafi, engifer, kóriander og sykursíróp og hlaut hann nafnið “Happy Feet”.

 

 

 

 

Deila.