Pujol er vínhús í suðvesturhluta Frakklands sem leggur áherslu á lífræna ræktun frá a til ö.
Þetta er snoturt Miðjarðarhafsvín. Krækiber, vanilla, og krydd í nefi, jafnvel saffran. Berjasafi, viður, milt og þægilegt, mjúk tannín. Sólríkt.
2.599 krónur.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											