Nautalund með franskri piparsósu

Nautasteik í piparsósu eða Steak au Poivre er einn af vinsælustu réttum franska bistro-eldhússins. Sósan er í sjálfu sér ekki flókin en það er fátt sem passar betur með nautasteikinni.

  • 6-800 g nautalund, skorinn í steikur
  • 2 msk svört piparkorn, mulin
  • 1 skalottulaukur, fínt saxaður
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 dl koníak eða brandí
  • salt
  • olía
  • smjör

Byrjið á því að mylja piparkornin fínt t.d. í morteli. Veltið steikunum upp úr piparnum og þrýstið honum inn í.
Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið steikurnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Setjið á fat og inn í 100 gráðu heitan ofn.
Bætið smá smjöri á pönnuna og mýkið skalottulaukinn í 2-3 mínútur á miðlungshita. Hækkið hitann og hellið koníakinu út á pönnuna. Sjóðið niður um 2/3. Bætið rjómanum út á pönnuna og látið malla á miðlungshita þar til sósan er farin að þykkjast, um fimm mínútur Bragðið til með salti ef þarf. Takið steikurnar úr ofninum og setjið á pönnuna ásamt safanum sem kann að hafa komið úr þeim.

Berið fram með heimatilbúnum frönskum kartöflum eða ofnbökuðum kartöfluteningum og fersku salati.

Gott franskt rauðvín með, t.d. hið suður franska Chateau Sauvageonne.

Fleiri góðar sósur með steikinni má svo finna með því að smella hér.

Deila.