Col di Sasso Cabernet Sangiovese 2010

Col di Sasso er vín frá Banfi og flokkað sem IGT Toscana því að þótt það sé gert úr þrúgum ræktuðum í Montalcino þá er Cabernet „aðkomumaður“ á þeim slóðum og því fellur vínið ekki undir hinar héraðsflokkunina.

Vínið er ljóst á lit létt, mild angan, þurrkuð ber, kirsuber, kryddað, jafnvel smá túrmerik, milt, nokkur sýra. Ágætis Ítali.

1.998 krónur.

Deila.