Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo 2010

Rompicollo er einnar ekru vín frá vínhúsi í Maremma í Toskana sem er í eigu Tommasi. Maremma er strandhérað á milli Siena og Rómar og þaðan koma mörg af athyglisverðustu vínum Toskana. Rompicollo er blanda úr Sangiovese og Cabernet.

Þetta er sætur ávöxtur, míneralískt, smá selta, í munni feitt og mjúkt, sætur, áfengur ávöxtur. Kirsuber og fjólur, jafnvel vottur af fjóluilmi þeirra Roger & Gallet. Skemmtilega öðruvísi Toskana-vín.

2.599 krónur.

Deila.