Chateau Tour de Capet er vínhús sem er staðsett sunnarlega í St. Emilion í Bordeaux í Frakklandi.
Þetta er kröftugt vín með góða fyllingu, þungur, ungur og massívur sólberja- og krækiberjaávöxtur, þykkur og djúpur, nokkuð eikað, vottur af vindlakassa, mild, sæt kryddangan. Tannín þægileg og kröftug. Umhellið um klukkustund áður en borið er fram. Með t.d. hreindýri eða nautakjöti.
3.498 krónur.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											