Trapiche Torrontes 2012

Torrontes er hin hvíta þrúga Argentínu rétt eins og Malbec er sú rauða þrúga sem er hvað mest einkennandi fyrir víngerð landsins. Ólíkt Malbec er Torrontes hins vegar einstök fyrir Argentínu. Erfðafræði þrúgunnar bendir hins vegar til að hún sé skyld Muscat-þrúgunni, sem leynir sér ekki enda Torrontes ansi arómatísk eins og Muscat.

Þetta Torrontes-vín frá Trapiche kemur frá Mendoza,  grænir tónar í ljósum litnum, í nefinu blóm, jasmín og apríkósur, örlítið hunang. Nokkuð létt í munni með ferskum og þægilegum ávexti, ágætlega sýruríkt. Reynið  t.d. með austurlenskum mat.

1.799 krónur. Góð kaup.

Deila.