Peter Lehmann Portrait Shiraz 2010

Portrais Shiraz frá Lehmann er líklega eitt af þeim vínum sem kemst næst því að endurspegla hið klassíska í rauðvínsgerð Barossa-dalsins í Suður-Ástralíu. Það hefur samt færst sig inn í nútímann og flaskan er núna með skrúfuðum tappa.

Dökk, þroskuð sæt ber í nefi, kirsuber sem hafa náð góðum þroska, en samt með ferskri sýru, vínið kryddað með kókos og jafnvel smá vott af negul. Kröftug tannín en samt mjúk, nokkur sýra í munni sem brýtur upp vínið og léttir. Vel gert og kemur manni alltaf á óvart. Vín fyrir lambið.

2.599 krónur. Góð kaup.

Deila.