Montes Cabernet Sauvignon Reserva 2012

Cabernet Sauvignon-vínin frá Montes komu fyrst frá Curico á Maipo-svæðinu. Smám saman fór þungamiðjan hins vegar að færast til Colchagua-dalsins þar sem Aurelio Montes var meðal þeirra fyrstu til að nýta hinar einstöku aðstæður til vínræktar. Fyrst voru það stóru vínin frá Monte sem komu frá Montes en nú eru einnig hin „venjulegu“ Reserva-vín gerð úr þrúgum ræktuðum í Colchagua-dalnum.

Ferskur, heitur sólberjasafi í nefi í bland við þroskuð kirsuber, svolítið sæt, þarna er líka pipar, krydd, mynta, vottur af súkkulaði, Tannískt og kröftugt, vín sem hefur gott af því að standa smá áður en það er borið fram og má vel geyma í 2-3 ár.

1.999 krónur .Frábær kaup á því verði. Fjórða stjarnan fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.