Arran er ungt á mælikvarða viskýhúsa, nítján ára gamalt og því ekki mikið eldra en mörg maltviský. Bygging eimingarhússins í Lochranza á Isle of Arran eða Arraneyju hófst árið 1994 og það tók til starfa ári síðar. Árið 1997 var opnuð sérstök gestamiðstöð með pompi og prakt og var það Elísabet Bretadrottning sem opnaði hana formlega.
Lengi vel var mikið um viskýframleiðslu á Arran og á nítjándu öld voru tugir smárra eimingarhúsa starfrækt þar, flest þeirra þó ekki „lögleg“. Um miðja nítjándu lagðist viskýframleiðslan af og það var ekki fyrr en að Arran hóf rekstur að viský var eimað (að minnsta kosti opinberlega) á Arran á ný.
Harold Currie stofnandi Arran var lengi forstjóri Chivas og þetta litla viskýhús var fljótt að koma sér fyrir á markaðnum. Tímaritið Whisky Magazine útnefndi það sem „eimingahús ársins“ í Skotlandi árið 2007.
Arran er þekktast fyrir single malt viský sín en það framleiðir einnig nokkur yngri „blended“ viský auk rjómalíkjörs sem heitir.
The Arran Malt 14 ára. Ungt, ávaxtaríkt, opið, sæt angan, töluverður viður. Nokkuð sætt í munni, mjúkt. 11.388 krónur.
The Arran Malt 10 ára. Létt, grösugt,, nokkuð maltað, súr-sætt, ávextir. Í munni þykkt, olíukennt, nokkuð sætt. Ágætlega flo´kið. 9.787 krónur.
Robert Burns Blended Scotch. 6.750 krónur.
Arran Gold. 4.597 krónur.